144. löggjafarþing — 80. fundur,  17. mars 2015.

Evrópumál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[16:39]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég held að hv. þingmaður ætti að fara varlega í að tala um að eitthvað sé slappt og máttlaust þegar hún færir þessa röksemdafærslu á borð fyrir Alþingi, svo slöpp og máttlaus sem hún er. Ég held líka að Framsóknarflokknum farist að tala um stór kosningaloforð (Gripið fram í.) eftir framgöngu þeirra í undanförnum kosningum með risakosningaloforð sem þeir gátu auðvitað ekki staðið við. (Gripið fram í.)

Úr því að hv. þingmaður nefnir að það að eitthvað sé til á rituðu máli þýði að þar með sé það orðin heimild, (VigH: Er það ómerk heimild?) get ég eiginlega ekki staðist mátið og bent á að við höfum reifað bók hæstv. fyrrverandi utanríkisráðherra, hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar, áður í þessum sal, og eins og allir vita sem þekkja til bókmenntaheimsins þá ræður talsvert hver heldur á penna hvað kemur á blað í þeim bókum.

Virðulegi forseti. Ég get eiginlega ekki svarað þessu andsvari öðruvísi en með þessum hætti: Það stendur ekki steinn yfir steini í röksemdafærslu hv. þm. Vigdísar Hauksdóttur. (PVB: Þýðir ekki að stinga alltaf hausnum í steininn.)