144. löggjafarþing — 80. fundur,  17. mars 2015.

Evrópumál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[21:04]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni ræðuna. Það þarf í sjálfu sér ekki að spyrja hv. þingmann mikið út í efnisþætti hennar af því að það liggur nokkuð skýrt fyrir hver efnisleg afstaða hennar er til bæði umsóknar og aðildar og hennar pólitíska mat á þeirri stöðu sem upp er komin er líka fyrirliggjandi og nokkuð skýrt.

En mig langar að spyrja hv. þingmann, vegna þess að hún hefur oftar en ekki tjáð sig um vinnubrögðin hér í þinginu og deilir þeim áhuga með þeirri sem hér stendur að vilja bæta þau: Hvaða skoðun hefur hv. þingmaður á þeirri framvindu mála að ríkisstjórnin taki ákvörðun á þriðjudegi og ákveði við ríkisstjórnarborðið að leyna þingflokka stjórnarflokkanna því sem þar fór fram og að það komi síðan fram í bréfaskiptum við útlenda aðila það sem ákveðið var á ríkisstjórnarfundinum og þingflokkurinn sé látinn vita (Forseti hringir.) þegar allt er um garð gengið? Eru þetta vinnubrögð til fyrirmyndar?