144. löggjafarþing — 80. fundur,  17. mars 2015.

Evrópumál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[21:07]
Horfa

Silja Dögg Gunnarsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, hvort mér þyki eðlilegt að þetta sé kynnt, hvort það væri ekki góð regla að slíkt væri tekið fyrir á þingflokksfundum. Yfir þingflokksfundum hvílir leynd, eins og hv. þingmaður veit, og það er ýmislegt sem þar fer fram sem við ræðum ekki um annars staðar. Ýmsar leiðir hafa á síðustu vikum og mánuðum verið ræddar í þingflokksherbergi okkar án þess að ég fari nánar í það hér, þannig að sú leið sem hæstv. ráðherra valdi kom mér ekki á óvart.