144. löggjafarþing — 80. fundur,  17. mars 2015.

Evrópumál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[21:09]
Horfa

Silja Dögg Gunnarsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið, ég deili þeirri skoðun með honum að menn eigi að standa við orð sín. Það er engum sómi að því að ganga á bak orða sinna. Ef hv. þingmaður er að vitna í myndband sem hefur gengið á netinu þá hefur mér borist til eyrna að það hafi verið klippt eitthvað saman og falsað, ég sel það ekki dýrara en ég kaupi það, en að þar séu orð tekin úr samhengi.

Ég hef aldrei heyrt hæstv. forsætisráðherra tala um að kjósa eigi um áframhald aðildarviðræðna á kjörtímabilinu þannig að þar stend ég og svara því svona.