144. löggjafarþing — 80. fundur,  17. mars 2015.

Evrópumál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[21:10]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Mér bregður mjög við það ef hv. þingmaður segist hafa heyrt að viðkomandi myndband, sem tekið er á fundi sem var í Hörpu, þar sem allir stjórnmálaforingjar voru, sé falsað. Það hef ég aldrei heyrt. Það verður bara að koma í ljós og þeir sem voru við kameruna og tóku viðtalið upp verða að gjöra svo vel að standa fyrir máli sínu ef verið er að dreifa myndböndum sem búið er að falsa, eins og hv. þingmaður talar um.

Virðulegi forseti. Ég ætla hins vegar að nota þær 20 sekúndur sem ég hef og ganga út frá því að myndbandið sé ekki falsað. Hv. þingmaður vill veg Alþingis, og stjórnmálanna í landinu, sem mestan og ég endurtek spurninguna: Ef myndbandið er ekki falsað og það sem hæstv. forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir þar, er hann þá ekki að svíkja það loforð sem hann gaf þjóðinni fyrir kosningar líkt og Sjálfstæðisflokkurinn er að gera? Eru það hin nýju stjórnmál Framsóknarflokksins?