144. löggjafarþing — 80. fundur,  17. mars 2015.

Evrópumál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[22:49]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er því miður þannig að hvert verkefnið rekur annað frá ríkisstjórnarbekknum sem er óhönduglega fram sett, bæði að því er varðar innihald og framsetningu. Það er skemmst að minnast náttúrupassans og fleiri slíkra frumvarpa og þingmála sem rata af borði ríkisstjórnarinnar. Ég held að í því sambandi sé ágætt að rifja það upp hver staða nákvæmlega sama máls var fyrir ári hér í þingsalnum þegar greinargerðin með þingsályktunartillögu hæstv. ráðherra fyrir ári var svo léleg, illa samin og vitlaus að hann var rekinn til baka með hana. Síðan er tillagan rædd í nokkra daga á þinginu, lendir svo í fangi hv. þm. Birgis Ármannssonar og kemur þaðan ekki framar, sekkur bara þar í nefndinni í svartholið hjá hv. þingmanni. (Forseti hringir.) Síðan kemur þessi „affera“ núna og ég bara spyr: Ræður ríkisstjórnin við eitthvað?