144. löggjafarþing — 81. fundur,  18. mars 2015.

beiðni um komu ráðherra á fund atvinnuveganefndar.

[15:10]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Það er eins og þessi ríkisstjórn geti ekki gert nokkurn skapaðan hlut án þess að vanvirða þingið með einhverjum hætti í leiðinni, bara svona til þess að minna okkur á að það sé ríkisstjórnin sem haldi að hún ráði. Það er Alþingi sem ræður, við erum búin að tala um þetta í dágóðan tíma og mér finnst kominn tími til þess að við fáum tækifæri til að ræða einhver mál efnislega án þess sífellt að þurfa að fjasa um framgöngu ríkisstjórnarinnar gagnvart þinginu.