144. löggjafarþing — 82. fundur,  19. mars 2015.

utanríkis- og alþjóðamál.

621. mál
[11:27]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessa fyrirspurn, en hún er gríðarlega mikilvæg. Eflaust má færa fyrir því rök að við hefðum getað gert meira úr þessum málum í skýrslunni, ég ætla ekki að gera lítið úr því. Hins vegar er ljóst að málefni hafsins snúast ekki bara um nýtingu, þau snúast líka um verndun. Ef við verndum ekki hafið þá verður á endanum lítið úr nýtingunni, ef við tengjum það bara þannig. Þessi spurning og þær hugmyndir sem þingmaðurinn veltir hér upp koma inn á þá norðurslóðastefnu sem ríkisstjórnin hefur verið að vinna að, þar sem við leggjum áherslu á tækifæri og ógnir vegna hnattrænnar hlýnunar, bráðnunar íss o.s.frv.

Við höfum átt samtöl, ég og umhverfisráðherra, undanfarið um hafið, hvort við þyrftum ekki að setjast niður og fara vandlega yfir það á breiðum grunni hvernig við horfum á þessa helstu auðlind okkar Íslendinga. Ég geri ráð fyrir að þegar við hittumst aftur í haust verði komin stefna, ég veit ekki hvort ég á að segja það beint, eða að við verðum alla vega búin að vinna ákveðna forvinnu varðandi það hvernig við ætlum að horfa á málefni hafsins á næstunni. Ég skal viðurkenna fyrir hv. þingmanni að þetta samtal okkar ráðherranna er komið skammt á veg en í flestöllum þeim stefnum, áætlunum og gögnum sem við vinnum eftir er mikil áhersla lögð á hafið og ekki bara út frá nýtingu heldur líka út verndun. Hvar sem við förum og ræðum um umhverfismálin, norðurslóðir eða annað, þá leggjum við alltaf áherslu á þetta líka.

Við höfum ætíð vísað í sáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar kemur að hafinu og ég veit að hafið hefur verið eitt af áherslumálum (Forseti hringir.) Sameinuðu þjóðanna. Ég held að (Forseti hringir.)