144. löggjafarþing — 83. fundur,  23. mars 2015.

frumvarp um sölu áfengis í matvöruverslunum.

[15:20]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S):

Virðulegi forseti. Það sem mér er hugleiknast í því frumvarpi sem hér liggur fyrir er sú grundvallarbreyting sem verið er að leggja til varðandi gjaldtöku í lýðheilsusjóðinn. Það er gert ráð fyrir því að hlutdeild af áfengissölunni renni í enn meira mæli en verið hefur til (Gripið fram í.) lýðheilsuforvarna. Það er hluti af frumvarpinu sem hér er lagt fram. Og ef ég man rétt þá held ég að gert sé ráð fyrir því að 5% af söluandvirðinu renni til lýðheilsuvarna sem er í mínum huga …(BjG: Sjálfstæð ákvörðun.) Það er sjálfstæð ákvörðun en engu að síður tengd inni í því frumvarpi sem hér liggur fyrir.

Ég hef sömuleiðis tekið eftir því í umræðunni um þetta mál að við erum alltaf að tala um að það megi ekki auka aðgengið að þessari vöru, en mér finnst umræðan hafa síður beinst að þeirri fyrirbyggjandi starfsemi sem ríkinu er ætla að veita og vinna að á þessu sviði, en það fer minna fyrir henni. Afstaða mín til frumvarpsins kemur síðan fram þegar það kemur til atkvæða.