144. löggjafarþing — 83. fundur,  23. mars 2015.

olíuleit á Drekasvæðinu.

[15:28]
Horfa

iðnaðar- og viðskiptaráðherra (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S):

Virðulegur forseti. Ég kom því ekki að í fyrra svari mínu hversu óábyrg þessi stefnubreyting hjá Samfylkingunni er í raun vegna þess að þeir samningar og þau leyfi sem veitt hafa verið, sem eru bæði til rannsókna og vinnslu — það er alveg kristaltært og var farið vel yfir það, ég spurði núverandi formann Vinstri grænna, hv. þm. Katrínu Jakobsdóttur á sínum tíma um hvort það væri ekki réttur skilningur. Í því felst að þau fyrirtæki sem gert hafa samning við íslenska ríkið meðal annars um þessi vinnslu- og rannsóknarleyfi, taka fjárhagslega ábyrgð og þau taka áhættu á rannsóknunum. Þetta eru gríðarlega kostnaðarsamar rannsóknir. Ef hægt er á 200 manna fundi eða með 200 manna atkvæðagreiðslu, eða hvað þetta var, (Forseti hringir.) að breyta og víkja frá skuldbindingum sem gerðar hafa verið í alþjóðasamningum finnst mér við ekki (Forseti hringir.) eiga að samþykkja það og ég trúi því ekki að þingmenn Samfylkingarinnar sem samþykktu ríkisolíufélagið fyrir örfáum vikum síðan (Forseti hringir.) séu í hjarta sínu sáttir við þá stefnubreytingu.