144. löggjafarþing — 83. fundur,  23. mars 2015.

málefni Aflsins á Akureyri.

[15:35]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F):

Virðulegi forseti. Það er leitt að hv. þingmaður skuli ekki hafa skilið hvað ég sagði því að ég var að reyna að tala skýrt. Við erum að vinna aðgerðaáætlun um ofbeldi. Þar undir hlýtur að vera að við tökum afstöðu til þess hvernig við viljum að stuðningi til frjálsra félagasamtaka, sem hafa sinnt ýmsum verkefnum hringinn í kringum landið, sé háttað. Við höfum líka verið að tryggja að samstarf á milli hinna ólíku þjónustukerfa hins opinbera verði betra því að það hefur sýnt sig að það skilar verulegum árangri. (Gripið fram í.) Það hefur líka komið fram, eins og ég nefndi, að við erum að setja hærri upphæðir til tveggja samtaka sem við höfum margra ára reynslu af því að hafa unnið mjög vel að þessum verkefnum og hafa sinnt öllu landinu. Það hefur komið margítrekað fram. Ég vonast til þess að þetta skýri aðeins fyrir þingmanninum hvað um er að ræða og að við getum haldið áfram að vinna að þessum góðu verkefnum. (Gripið fram í.)