144. löggjafarþing — 84. fundur,  24. mars 2015.

tillaga stjórnarandstöðunnar um þjóðaratkvæðagreiðslu.

[13:34]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill af þessu tilefni taka fram að hann greindi frá því á fundi þingflokksformanna og á forsætisnefndarfundi í byrjun viku að umrædd tillaga, sú tillaga sem hv. þingmaður vísaði til, yrði á dagskrá strax í upphafi þings eftir páska. Forseta er auðvitað ljóst að á bak við þessa tillögu standa formenn allra stjórnarandstöðuflokkanna og vildi þess vegna greiða fyrir því að málið færi á dagskrá. Niðurstaða forseta varð sú að þetta mál verður tekið fyrir strax að loknu páskahléi á Alþingi.