144. löggjafarþing — 84. fundur,  24. mars 2015.

orð þingmanns í umræðu um störf þingsins.

[15:27]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Áður en lengra er haldið vill forseti nefna, og vísa til ummæla hv. þm. Vilhjálms Bjarnasonar í umræðu undir dagskrárliðnum Störf þingsins þar sem hann vék að heiti flokks Pírata, að forseti telur að þau orð sem þar féllu hafi verið allsendis óviðurkvæmileg. Hvaða skoðun sem hv. þingmenn kunna að hafa á heiti stjórnmálaflokka, í þessu tilviki stjórnmálaflokks Pírata, er það þannig að þingmenn flokksins sóttu sér lýðræðislegt umboð á sínum tíma til kjósenda og hafa auk þess unnið heit að stjórnarskránni.