144. löggjafarþing — 84. fundur,  24. mars 2015.

um fundarstjórn.

[15:30]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegur forseti. Ég vil taka undir það sem fram kemur í máli hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar að að því er varðar Þróunarsamvinnustofnun Íslands fari best á því að fyrir liggi niðurstaða forseta fyrir það fyrsta og í öðru lagi stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á áformum ráðherra til þess að allar forsendur liggi fyrir þegar málið kemur hér til umræðu. Þarna er auðvitað um að ræða strúktúrbreytingar sem ræða þarf á þeim grunni að fullnægjandi sé. Ég get því ekki betur séð en við séum hér eina ferðina enn að fara inn í umræðu um mál í þinginu án þess að fyrir liggi nægilegar forsendur til þess að það geti verið tekið á dagskrá þannig að málefnalegt sé. Ég bið því hæstv. forseta að endurskoða dagskrá fundarins hvað það varðar og fresta umfjöllun um þetta dagskrármál þar til fyrir liggur hvort um sé að ræða (Forseti hringir.) eðlilegar forsendur og þar sem úttekt Ríkisendurskoðunar liggur fyrir samkvæmt beiðni stjórnarandstöðunnar.