144. löggjafarþing — 84. fundur,  24. mars 2015.

um fundarstjórn.

[15:46]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F):

Virðulegi forseti. Hérna erum við að taka á mál dagskrá og ég vil taka undir með hv. þm. Birgi Ármannssyni sem talaði áðan. Þetta er mál sem er að koma hér til 1. umr. á eftir að fara til nefndar. Það á eftir að senda það til umsagnar. Það á eftir að fá gesti. Það á eftir að ræða það í nefndinni og ræða umsagnir. Það á hugsanlega eftir að kynna einhverjar breytingartillögur við málið. Svo kemur það til 2. umr. og síðan getur það aftur farið til nefndar eftir það.

Þetta er fullkomin sýndarmennska af hálfu (Gripið fram í.) stjórnarandstöðunnar. Stjórnarandstaðan er kannski að kalla eftir því að við tökum gesti fyrir nefndir og fáum umsagnir um mál almennt áður en 1. umr. fer fram um þau í þinginu. (Gripið fram í: Það hefur nú gerst.) Þetta er (Gripið fram í.) fullkomin sýndarmennska af hálfu stjórnarandstöðunnar og það er fullkomlega eðlilegt að þetta mál verði tekið hér á dagskrá. Ég hlakka til að hlýða á ræður hv. stjórnarandstæðinga þegar þeir fara að fjalla um málið á eftir þegar þessari fundarstjórnarhrinu er lokið.