144. löggjafarþing — 84. fundur,  24. mars 2015.

um fundarstjórn.

[15:49]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Forseti. Það er hárrétt sem fram kom hjá hæstv. forseta áðan að málið hefur legið fyrir í nokkurn tíma og við höfum getað kynnt okkur það. Það er einmitt þess vegna sem þeir sem taka hér til máls eru flestir og nánast allir á því að málið er vanbúið. Við vorum níu þingmenn sem lögðum fram beiðni um skýrslu þar sem við spurðum tuttugu og einnar spurningar. Í greinargerð með skýrslubeiðni okkar segir:

„Í ljósi þess að fyrirhugaðar eru umfangsmiklar breytingar á tvíhliða þróunarsamvinnu Íslands sem hafa m.a. í för með sér að Þróunarsamvinnustofnun Íslands verður lögð niður, sbr. stjórnarfrumvarp þess efnis (579. mál), er óskað framangreindra upplýsinga sem ekki koma fram með nægjanlega skýrum hætti í athugasemdum við frumvarpið.“

Það er þess vegna sem ég vil halda því fram að þetta frumvarp sé vanbúið til umræðu í dag.