144. löggjafarþing — 84. fundur,  24. mars 2015.

um fundarstjórn.

[15:50]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Það er kannski ósanngjarnt að taka þetta upp undir fundarstjórn forseta þegar bæði formaður og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hafa lýst því yfir fyrir sitt leyti að þeir væru tilbúnir til þess að ræða það mál, sem við kölluðum eftir fyrr á fundinum að væri rætt, hvar og hvenær sem er og eins lengi eins og menn vildu. En það er augljóslega Framsóknarflokkurinn sem hefur einn flokka hér á þinginu lagst á að koma þessu vanbúna máli á dagskrá án þess að vera með álit Ríkisendurskoðunar fyrir hendi.

Maður hlýtur að spyrja hæstv. utanríkisráðherra: Hver vegna hræðist Framsóknarflokkurinn svona mikið að ræða Evrópumálin? Er það orðið feimnismál hjá Framsóknarflokknum að ræða Evrópumálin eftir þau ævintýri og gönguferðir sem flokkurinn hefur farið út í með (Forseti hringir.) bréfasendingum sínum til útlanda og þá almennu háðung sem orðspor (Forseti hringir.) Íslands hefur fengið fyrir vikið?