144. löggjafarþing — 84. fundur,  24. mars 2015.

um fundarstjórn.

[15:51]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Það vekur eftirtekt hversu léttir á bárunni sumir hv. þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru orðnir þegar verið er að ræða hér stjórnskipan og stjórnsýslu. Það er að gefnu tilefni, af því að við þekkjum orðið vinnubrögð þessarar ríkisstjórnar, að þetta bréf var lagt fram að beiðni formanna þingflokka stjórnarandstöðunnar. Fyrsta spurningin lýtur einmitt að því hversu vel þessar tillögur falli að nútímahugmyndum um gott skipulag í stjórnsýslu og þróun í stjórnsýslu á Íslandi á undanförnum árum. Ég verð að biðja hv. þingmenn um að hafa skilning á því að við erum hér að reyna að koma í veg fyrir að það verði fullkomlega grafið undan íslenskri stjórnsýslu, en þeir tilburðir sem við höfum séð í þá átt eru of miklir til þess að við getum setið hjá þegjandi.