144. löggjafarþing — 84. fundur,  24. mars 2015.

um fundarstjórn.

[15:52]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Ég ítreka að það er eðlilegt þegar verið er að gera stofnanabreytingar með þeim hætti sem lagt er til í þessu frumvarpi að fyrir liggi einhver efnisleg úttekt á því hvernig síðustu breytingar, sem hér voru gerðar í þverpólitískri sátt árið 2008, hafi tekist. Það liggur ekki fyrir. Þá var víðtæk samstaða um breytingar, meðal annars afnám pólitískrar stjórnar á Þróunarsamvinnustofnun og breytt verklag að ýmsu leyti. Síðan var frekar hnykkt þar á til að tryggja enn frekar aðkomu allra stjórnmálaafla að mótun áherslna um þróunarsamvinnu með lagabreytingum á árinu 2012. Síðan kemur núna frumvarp frá hæstv. ráðherra án samráðs við nokkurn flokk sem breytir í grundvallaratriðum því fyrirkomulagi án þess að greining hafi farið fram á áhrifunum af breytingunum frá 2008. Ég hlýt að kalla eftir því að Ríkisendurskoðun (Forseti hringir.)