144. löggjafarþing — 84. fundur,  24. mars 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

579. mál
[18:13]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Maður veltir líka fyrir sér, eitt er tvíhliða samvinna og annað er fjölþjóða samvinna. Þó að Ítalir sem eru umtalsvert stærri þjóð en við hafi valið að leggja þetta tvennt saman, þá getur maður spurt sig, þó að nafnið sé það sama, hvort aðferðafræðin og sú faglega þekking sem undir liggur sé endilega sú sama. Með þessum áherslubreytingum getum við velt fyrir okkur; loftslagsmál og umhverfismál eru til umfjöllunar víða í íslensku stjórnkerfi. Það hlýtur að vera samvinna við þá aðila sem fást við þessi mál þegar utanríkisráðuneytið er að vinna í þeim málum á alþjóðavísu. Er endilega þörf á að sameina þetta tvennt? Er eitthvað sem liggur fyrir um að það sé óyggjandi best fyrir hagsmuni tvíhliða þróunarsamvinnu?