144. löggjafarþing — 84. fundur,  24. mars 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

579. mál
[18:14]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég verð eiginlega að taka undir vangaveltur hv. þingmanns, ég er alls ekki fullviss um að það sé nein sérstök þörf á að sameina þessi tvö verkefni þó svo að, hvað eigum við að segja, grunnprinsippið um samvinnu og aðstoð sé kannski það sama þá er aðferðafræðin gerólík. Fjölþjóðasamvinnan fer gjarnan fram í gegnum alþjóðlegar stofnanir og felst þá fyrst og fremst í því að veita fjármagn og taka þátt í því starfi á meðan tvíhliða þróunarsamvinnan eru sjálfstæð verkefni og þar höfum við byggt upp mikla þekkingu og mikla getu. Ég deili því vangaveltum þingmannsins, ég tel enga sérstaka ástæðu til að sameina þessi verkefni, nema það væri þá til þess (Forseti hringir.) virkilega að auka getu okkar og tækni.