144. löggjafarþing — 84. fundur,  24. mars 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

579. mál
[21:07]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst eitt áhugavert, við höfum aðeins verið að tala um Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur stjórnsýslufræðing. Hún hefur einmitt haft orð á því að rök hæstv. ráðherra í þessu máli standist ekki. Hún segir á fréttamiðli, með leyfi forseta:

„Þau standast ekki stjórnsýslufræðileg viðmið, standast ekki viðmið um góða stjórnsýsluhætti eða þá stjórnsýslulegu uppbyggingu og áherslu sem hér hefur verið við lýði, sem er meiri dreifstýring.“

Mér dettur í hug, ef þetta er stefna ríkisstjórnarinnar að færa sig frá þeirri stjórnsýslulegu uppbyggingu og áherslu sem hér hefur verið við lýði, hvort við borgarar landsins getum ekki farið fram á það að þingmenn ríkisstjórnarinnar komi til dyra eins og þeir eru klæddir og setji það í stefnuskrá sína.