144. löggjafarþing — 84. fundur,  24. mars 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

579. mál
[22:25]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það er auðvitað áberandi þetta mikla áhugaleysi hjá stjórnarliðum í þessu máli og ætti utanríkisráðherra að vera hugsi yfir því hvað veldur. Ef honum er það svona mikið kappsmál að knýja málið í gegn þá virðist það ekki ná mikið inn í hans raðir eða samstarfsflokksins að tala fyrir því. Þetta er stærra mál en svo að menn geri þetta með annarri hendinni ef það er engin eftirfylgni eða áhugi hjá samstarfsflokknum eða hans eigin flokksmönnum. Mér finnst það vera til skammar, þegar við erum að tala um svona grafalvarlegt mál, og miklar breytingar á því hvernig farið verður með Þróunarsamvinnustofnun Íslands í framhaldinu, að enginn þingmaður í utanríkismálanefnd sjái ástæðu til að vera hér í þingsal, hvað þá heldur aðrir þingmenn stjórnarmeirihlutans. Ég held að hæstv. ráðherra ætti að draga þetta mál til baka og láta það sofna svefninum langa með brennivíninu.