144. löggjafarþing — 84. fundur,  24. mars 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

579. mál
[22:33]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mig langar til að gera athugasemd við orð formanns míns, hv. þm. Árna Páls Árnasonar, því að hann sagði að ánægjulegt væri að sjá hæstv. ráðherra sitja hér fyrir svörum. Ég hef séð hæstv. ráðherra sitja hérna en ég hef ekki heyrt hann svara einu né neinu. Hann gerði eina karlrembulega athugasemd við kvenþingmann, hv. þm. Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur. (Utanrrh.: Karlrembuleg?) Karlrembulega athugasemd, já, hæstv. ráðherra. (Utanrrh.: Valgerður Bjarnadóttir …) Þess vegna er ég ekki sammála því að hæstv. ráðherra hafi setið hér til svara þótt hann hafi vissulega setið hér, það má hann eiga. En við vildum gjarnan að hann svaraði öðru en þeirri athugasemd sem ég vitnaði til áður og ætla ekki að nefna aftur réttu nafni, því að ég sé að það fer í taugarnar á hæstv. ráðherra. (Utanrrh.: Þetta er nú bara kvenremba í þér.)