144. löggjafarþing — 84. fundur,  24. mars 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

579. mál
[22:41]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Þetta frumvarp er að verða eins og bréfið sem enginn vildi kannast við og utanríkisráðherra stóð á endanum einn uppi með, því að hér er engan stuðning að finna utan þessa eina þingmanns við þetta mál sem þó er kallað stjórnarfrumvarp. Ég held að það væri skynsamlegast að virðulegur forseti gerði hlé á umræðunum og kallaði saman formenn þingflokka og við gætum rætt dagskrána fram eftir vikunni því að það er augljóst að það er enginn stuðningur við það í ríkisstjórnarliðinu að þetta mál sé hér á dagskrá. Einsemd hæstv. utanríkisráðherra á bekknum er hrópandi og stuðningsleysið algert.