144. löggjafarþing — 84. fundur,  24. mars 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

579. mál
[22:43]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Það er kunnara en frá þurfi að segja að það eru skýr ákvæði þingskapa um að þingmönnum ber að sækja þingfund nema nauðsyn banni. Við hljótum að gera alveg sérstakar athugasemdir við að hv. þingmenn Ásmund Einar Daðason og Vilhjálm Bjarnason, fyrsta og annan varaformann utanríkismálanefndar, skuli vanta hér við umræðu um lykilstjórnarfrumvarp í málaflokki utanríkismálanefndar. Ég verð að spyrja virðulegan forseta hvort hægt sé að fá upplýst hvar hv. þingmenn eru, þeir Vilhjálmur Bjarnason og Ásmundur Einar Daðason, eða hvers vegna þeir eru ekki hér til að sinna starfsskyldum sínum, því að það er algjörlega ljóst að þeir brjóta beinlínis gegn starfsskyldum sínum með fjarveru sinni. Ég held að það hljóti að kalla á að gert verði hlé á umræðunni þangað til forusta utanríkismálanefndar getur sýnt umræðunni (Forseti hringir.) með þann sóma að vera hér viðstödd.