144. löggjafarþing — 84. fundur,  24. mars 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

579. mál
[23:35]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Herra forseti. Ég verð að viðurkenna að sem nýliði á þessu þingi er margt sem ég á eftir að læra og læt mörgum spurningum ósvarað. Ég er mjög þakklát fyrir allar þær ábendingar og hjálp sem ég fæ frá öðrum þingmönnum.

Persónulega væri ég til í að sjá miklu opnara ferli alls staðar á þinginu og ekki aðeins í gerð frumvarpa og þingsályktunartillagna heldur líka á nefndarfundum, að upplýsingar væru aðgengilegar almenningi. Mögulega væri það besta aðhaldið, að ekki einungis þingið veitti aðhald heldur líka almenningur allur.