144. löggjafarþing — 85. fundur,  25. mars 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

579. mál
[16:33]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Herra forseti. Mig langar að þakka hv. þingmanni fyrir góða ræðu. Ég hef verið að lesa aðeins umsögnina sem kemur úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þar segir, með leyfi forseta:

„Megintilgangur frumvarpsins er að stuðla að aukinni skilvirkni og hagkvæmni í stjórnsýslu alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands og gera stefnumótun málaflokksins markvissari.“

Enn fremur segir: „Talið er að með breytingunum náist betri heildarsýn yfir málaflokkinn, auðveldara verði að móta stefnu og áherslur Íslands í honum og hrinda stefnunni í framkvæmd með markvissari og hagkvæmari hætti.“

Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort hann sé sammála þeirri greiningu og ef ekki, hvers vegna?