144. löggjafarþing — 85. fundur,  25. mars 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

579. mál
[16:37]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þingmaðurinn nefnir kannski lykilorðið í umræðunni, vandann. Maður verður að spyrja: Hver er vandinn? Hvers vegna kemur hæstv. utanríkisráðherra á hvítum hesti í þingið með þetta frumvarp og spillir öllum friði? Er ekki einhver stórkostlegur vandi sem ráðherrann er að bregðast við með málavafstri sínu?

Virðulegur forseti. Það er engan vanda að sjá. Ég sé ekki betur en Þróunarsamvinnustofnun Íslands hafi staðið sig frábærlega vel í fjölmörgum verkefnum í fjölmörgum löndum sem virkilega hafa notið samvinnunnar við Þróunarsamvinnustofnun. Ég kannast þess vegna alls ekki við neinn vanda og held að ráðherrann sé algerlega að óþörfu að reyna að laga það sem ekkert er að.