144. löggjafarþing — 85. fundur,  25. mars 2015.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl.

579. mál
[17:46]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Herra forseti. Í sambandi við mál er varða eftirlit, án þess að þekkja það neitt alveg ofboðslega vel, þá sýnist mér það vera frekar slæm hugmynd að hafa framkvæmdina og eftirlitið á sama stað. En það væri fróðlegt að vita eða heyra frá hv. þingmanni hvað hún telur vera varhugavert við þetta og líka að hennar mati, hver mun taka við þessu eftirliti? Hvar mun eftirlitið vera og hvaða áhrif mun það hafa á starf ráðuneytisins í þessu málefni?