144. löggjafarþing — 86. fundur,  26. mars 2015.

tilkynning um skrifleg svör.

[10:32]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Borist hafa tvö bréf frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 959, um birtingu gagna um endurreisn viðskiptabanka, frá Jóni Þór Ólafssyni, og á þskj. 1028, um ráðstafanir til að mæta kostnaði við umönnun og heilbrigðisþjónustu aldraðra, frá Pétri H. Blöndal.