144. löggjafarþing — 87. fundur,  13. apr. 2015.

viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum og starfsáætlun.

[15:20]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Já, ég vil í byrjun óska framsóknarmönnum til hamingju með flokksþing sitt. Maður hefði nú ætlað að hæstv. forsætisráðherra kæmi borubrattur til þings og kynnti þingheimi allar þær miklu hugmyndir og töfralausnir sem flugu á milli manna á flokksþingi framsóknarmanna. Ef þetta yrði allt veruleikinn væri kannski eitthvað bjartara fram undan en veruleikinn hjá okkur hér inni segir til um. Hér er allt vaðandi í verkföllum og fram undan eru áframhaldandi verkföll ef ekkert verður að gert. Hvorki hæstv. fjármálaráðherra né forsætisráðherra sjá ástæðu til að vera til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma þegar svo mikið liggur undir í hagsmunum þjóðfélagsins. Nei, það virðist vera betra að halda uppi einhverri hugmyndasmiðju á flokksþingi framsóknarmanna sem menn eru síðan ekki menn til að ræða hérna, (Forseti hringir.) á þeim vettvangi þar sem á að ræða (Forseti hringir.) málin, á Alþingi.