144. löggjafarþing — 87. fundur,  13. apr. 2015.

viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum og starfsáætlun.

[15:46]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Ég vil koma hér upp til að taka undir með þeim sem hafa gagnrýnt það að hvorki hæstv. forsætisráðherra né fjármálaráðherra séu á þessum fundi, þessum fyrsta þingfundi eftir tveggja vikna þinghlé. Eins og komið hefur fram í máli þeirra sem hafa talað á undan mér eru gríðarlega stór mál í gangi í þjóðfélaginu, svo sem verkföll og vangaveltur hv. þingmanna sem og almennings í landinu um það hvert við stefnum í afnámi gjaldeyrishafta eftir yfirlýsingar hæstv. forsætisráðherra. Mér finnst ekki nógu gott að hæstv. ráðherrar ætli að draga það þar til í lok fyrstu þingvikunnar að koma í óundirbúinn fyrirspurnatíma. Mér finnst því ansi góð hugmyndin sem kom fram hjá hv. þm. Helga Hjörvar um að hafa (Forseti hringir.) óundirbúinn fyrirspurnatíma á morgun. Við getum ekki látið þessi mál liggja út vikuna.