144. löggjafarþing — 87. fundur,  13. apr. 2015.

för ráðherra til Kína.

[15:56]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svörin svo langt sem þau náðu. Ég skildi það þá þannig hjá ráðherranum að frumkvæðið að þessu samfloti í Kína hefði komið frá honum sjálfum, að hann hefði talið það eðlilegt og verjandi að hann hefði frumkvæði að þessu samfloti. Ég er ekki sammála því að það sé eðlilegt í ljósi þess sem fram hefur komið.

Ég spyr hæstv. ráðherra til viðbótar: Hver á Orku Energy? Eru það íslenskir eða erlendir aðilar? Hvernig eru eignarhlutföll fyrirtækisins? Hverjir voru sem sagt þeir aðilar sem greiddu Illuga Gunnarssyni laun meðan hann starfaði sem ráðgjafi?