144. löggjafarþing — 87. fundur,  13. apr. 2015.

skilyrðing fjárveitingar til háskóla.

522. mál
[17:05]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég tek líka undir og ítreka það sem kollegar mínir hafa sagt um þessa skilyrðingu og það hvort ráðherra hyggist breyta því. Það væri líka áhugavert að vita hvort hann sjái fyrir sér, af því að við vorum áðan að ræða breytingar á útreikningum vegna fjármögnunar til háskólans, að þetta sé fast framlag og hvort háskólinn fái það til rannsóknarmissira sem skorin voru niður og um var beðið. Það virtist nást samkomulag um að 30 milljónirnar fengjust inn ef þær væru settar fram með einhverjum tilteknum hætti.

Hafði ráðherra sjálfur einhver áhrif á það hvernig þessum 30 milljónum var skipt eða var það alfarið ákvörðun meiri hluta fjárlaganefndar að gera þetta svona? Hyggst ráðherra stefna að því að þetta verði fast framlag, eins og ég segi, og sér hann ástæðu (Forseti hringir.) til þess að auka við rannsóknarmissirin á Akureyri?