144. löggjafarþing — 87. fundur,  13. apr. 2015.

nýframkvæmdir í vegamálum.

565. mál
[18:23]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Frú forseti. Mig langar að byrja að upplýsa um mína persónulegu hagsmuni í þessu máli. Ég vinn í malbiki, hef gert það í ein 16, 17 sumur, þannig að fólk tekur bara tillit til þess að ég hef hagsmuni af því að meira sé gert í þessum málaflokki.

Mig langar samt að spyrja ráðherra hvort hún geti upplýst okkur um forgangsverkefni hvað þetta varðar. Maður heyrði hérna um árið að vegakerfið væri komið á þann stað að þar væri ákveðin hætta, ákveðin öryggissjónarmið væru þar varðandi viðhaldið. Hver er staðan núna hvað það varðar, forgangurinn hlýtur að vera öryggi, eða hvað? Og hvort er mikilvægara? Hvað er þá sett í forgang núna, viðhaldið eða nýbik?