144. löggjafarþing — 88. fundur,  14. apr. 2015.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

626. mál
[14:32]
Horfa

Sigríður Á. Andersen (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er að nokkru leyti það sem ég var að spyrja um en þó er einu enn ósvarað. Eftir því sem ég best veit hefur Vinstri hreyfingin – grænt framboð staðið gegn aðild að Evrópusambandinu og reyndar aðildarviðræðum þar af leiðandi líka en mér þætti fróðlegt að heyra nánar um það hvernig hv. þingmaður, framsögumaður þessa máls, sér fyrir sér aðkomu slíks flokks að aðildarviðræðum. Hefur VG mótað sér einhverja skoðun á því hvert framlag flokksins væri í aðildarviðræðum?