144. löggjafarþing — 88. fundur,  14. apr. 2015.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

626. mál
[15:18]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að hv. þingmaður misskilji hlutina. Ég held að hann rugli saman þingsályktunartillögunni og aðildarumsókn ríkisstjórnarinnar sem hér var við völd og sótti um aðild að Evrópusambandinu. Ríkisstjórnin sótti um aðild án nokkurra fyrirvara. Það er ekki tekið við aðildarumsóknum með fyrirvörum. Það er alveg ljóst að ég hef skoðað bréfið sem hæstv. fyrrverandi utanríkisráðherra afhenti stækkunarstjóranum á sínum — (ÖS: Þú hefur ekki skoðað það.) Jú. Í því stendur að það séu engir fyrirvarar. (Gripið fram í.) Er það? Þá má gjarnan leiðrétta það. En ég tók ekki eftir því að þar væri gefnir upp þeir fyrirvarar sem fylgdu aðildarumsókninni.

Hins vegar áskildi síðasta ríkisstjórn og síðasta þing sér fullan rétt til að slíta aðildarviðræðunum hvenær sem væri, enda var ríkisstjórnin klofin í afstöðu sinni til aðildar. Núna eru við völd flokkar sem eru ekki klofnir í afstöðu sinnar til aðildar. Af því hvernig báðir flokkarnir töluðu fyrir síðustu kosningar (Forseti hringir.) var öllum ljóst sem þá kusu hver afstaða þessara þingflokka er. Þeir hlutu (Forseti hringir.) yfirgnæfandi kosningu. Þeir hljóta að geta nýtt sér sama rétt og (Forseti hringir.) síðasta ríkisstjórn áskildi sér. (Gripið fram í.)