144. löggjafarþing — 88. fundur,  14. apr. 2015.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

626. mál
[16:19]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Hvar eru fyrirvararnir? segir hv. þingmaður. Þingheimur samþykkti á sínum tíma, m.a. með atkvæðum innan úr Framsóknarflokknum, að sækja um aðild á grundvelli ákveðinna samningsmarkmiða sem eru rækilega útskýrð í smáatriðum í meirihlutaáliti utanríkismálanefndar. Svo það komi skýrt fram hvernig þeim markmiðum hefur verið framfylgt var hvert einasta samningsmarkmið í öllum þeim köflum sem lögð voru fram samþykkt í utanríkismálanefnd utan eitt, bann við lifandi dýrum, sem ég fékk síðar yfirlýsingu um frá Evrópusambandinu um að mundi ganga. Þeim markmiðum var komið fram með tvenns konar hætti, annars vegar í nefndarálitinu og hins vegar í bréfi sem jafnan fylgir umsókn hvers aðildarríkis sem lagt var fram. Eins og ég sagði fyrr í dag (Forseti hringir.) þá ég man ekki hvort það voru 50 eða 60 atriði, en hitt man ég vel að í flugvélinni til útlanda þegar ég fór með það, kláraði ég það sjálfur.