144. löggjafarþing — 88. fundur,  14. apr. 2015.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

626. mál
[16:28]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Bara til þess að það sé skýrt: Telur hv. þingmaður að ástæðan fyrir því að viðræður um sjávarútvegsmál fóru ekki lengra eftir mars 2011 hafi eingöngu verið makríldeilan? Telur hv. þingmaður að opnunarskilyrði af hálfu Evrópusambandsins, sem voru vissulega í umræðunni, hafi eingöngu snúið að makríl? Eða telur hv. þingmaður að aðrir þættir varðandi þennan málaflokk hafi hugsanlega spilað þar inn í, hugsanlega — og ég segi hugsanlega — sá munur sem er á föstu regluverki Evrópusambandsins á sviði sjávarútvegsmála annars vegar og hins vegar þeirri samningsafstöðu Íslendinga sem lesa má út úr áliti meiri hluta utanríkismálanefndar?