144. löggjafarþing — 88. fundur,  14. apr. 2015.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

626. mál
[19:18]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Stefna Sjálfstæðisflokksins í málefnum Evrópusambandsins var samþykkt á landsfundi í febrúar eða mars 2013. Þar var sagt að aðildarviðræðum skyldi hætt og ekki haldið áfram nema um það fengist jákvæð niðurstaða í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er eftir þeirri stefnu sem ég starfa.