144. löggjafarþing — 88. fundur,  14. apr. 2015.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

626. mál
[23:11]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf) (andsvar):

Frú forseti. Já, ég verð að taka undir með hv. þingmanni að það er merkilegt hvað er ekki boðið upp á. Stundum líður okkur nýjum þingmönnum í nýjum flokki, eins og þeim sem hér stendur, eins og krakkanum sem skilur ekkert í því af hverju pabbi og mamma eru að rífast, því mér finnst ansi mikið af umræðunni og orðræðunni sérstaklega frá hæstv. ríkisstjórn vera enn þá á milli stjórnar og stjórnarandstöðu á síðasta kjörtímabili. Það er dálítið merkilegt að hér er verið að loka á möguleika um stöðugleika, um stöðugan gjaldmiðil. Við höfum 100 ára reynslu af krónu sem hefur ekki verið svo gæfuleg en nú á að loka og í raun og veru ekki að segja neitt um hvað kemur í staðinn.

Björt framtíð hefur lagt fram tillögu að því að Ísland setji sér gjaldmiðilsstefnu. Þeirri tillögu hefur eiginlega ekki verið svarað. Já, ég er dálítið (Forseti hringir.) spurningarmerki.