144. löggjafarþing — 89. fundur,  15. apr. 2015.

stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl.

691. mál
[16:35]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta frumvarp er sannarlega allrar athygli vert. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra um það fyrirkomulag sem hann leggur hér til. Þetta er eins, og hv. þm. Jón Þór Ólafsson benti á, einhvers konar míní-samningaleið sem hann er að færa okkur hér. Samkvæmt frumvarpinu fara 90% aflahlutdeilda í makríl til stórra og stöndugra fyrirtækja sem hafa aflað sér veiðireynslu í makríl. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra hvort hann hafi skoðað uppboðsleið í sjávarútvegi með þessa ákveðnu tegund af því að hún er svo til nýkomin inn í okkar lögsögu, hvort hér hafi ekki verið frábært tækifæri til að þessi stöndugu fyrirtæki færu í samkeppni á frjálsum markaði og ákvæðu verðið sem rennur til ríkissjóðs út frá samkeppnisgrundvelli.