144. löggjafarþing — 89. fundur,  15. apr. 2015.

stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl.

691. mál
[16:37]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra skýr svör. Þau voru það sannarlega. Hann telur að tækifærið sé runnið okkur úr greipum með uppboðsleið í sjávarútvegi en þá vil ég spyrja hann um það fyrirkomulag sem hann leggur hér til, eins og ég sagði áðan, eins konar míní-samningaleið, ég vona að það sé ekki rangt skilið hjá mér: Hvað þá með eftirmarkað á þessum hlutdeildum? Segjum sem svo að þið séuð að fara að útdeila þessu til þessara fyrirtækja, sem ég sé ekki að ættu að vilja gefa úthlutunina frá sér af því að þau eru búin að fá gullið tækifæri upp í hendurnar, en ég spyr: Er eitthvað sem mælir á móti því að eftirmarkaður á þessum hlutdeildum gæti verið á frjálsum uppboðsmarkaði?