144. löggjafarþing — 89. fundur,  15. apr. 2015.

veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald.

704. mál
[19:05]
Horfa

iðnaðar- og viðskiptaráðherra (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Allt eru þetta mikilvæg atriði sem hv. þingmaður nefnir. Varðandi þær reglur sem gilda um gistiheimili og gistingu eru þær mjög skýrar og sveitarfélög og skipulagsyfirvöld, hvort sem það er í borginni eða annars staðar, hafa skýrt afmarkað í deiliskipulagi sínu hvar reka má gistihús og hótel og hvar ekki. Það er gríðarlega mikilvægt að ná utan um þetta vegna þess, eins og þingmaðurinn segir, að það getur skapast óþol hjá íbúum í venjulegu fjölbýlishúsi sem gera sér ekki grein fyrir því að íbúð er leigð út til skamms tíma í senn með ítrekuðu ónæði sem því getur fylgt. Þá er mikilvægt að fylgja húsaleigulögunum og fjöleignarhúsalögunum, sem eru reyndar á ábyrgð annars ráðherra en ég veit að hún (Forseti hringir.) hefur haft þessi mál til skoðunar.