144. löggjafarþing — 90. fundur,  16. apr. 2015.

nýr vefur Alþingis.

[10:32]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill vekja athygli hv. þingmanna á því að á vef Alþingis hefur verið opnað vefsvæði um störf vinnuhóps sem hann skipaði síðasta sumar til að vinna að samræmdum lagabótum við framkvæmd kosningalöggjafarinnar. Með vinnu hópsins er stefnt að því að gera framkvæmd kosninga skilvirkari, skýra betur hlutverk stofnana sem að kosningum koma og endurskoða ákvæði kosningalaga sem valdið hafa ágreiningi og gera önnur skýrari. Vinnuhópurinn hefur í störfum sínum leitað eftir athugasemdum og ábendingum frá aðilum sem koma að undirbúningi og framkvæmd kosninga og átt fundi með fulltrúum þingflokka sem eiga sæti á Alþingi og enn fremur fulltrúum ÖSE í tilefni af athugasemdum og ábendingum stofnunarinnar við kosningalöggjöfina og um framkvæmd alþingiskosninganna 2009 og 2013. Auk þess að kynna á vefsvæðinu umfang endurskoðunarinnar er leitað eftir athugasemdum og tillögum almennings við endurskoðunina.