144. löggjafarþing — 90. fundur,  16. apr. 2015.

leyniskýrslur fyrir kröfuhafa.

[10:49]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Nú skil ég ekki alveg svarið frá hæstv. forsætisráðherra. Á ég þá að leita til hv. þm. Ásmundar Einars Daðasonar til þess að fá þessi gögn af því að hann hefur að hluta til átt aðild að því að skapa ákveðinn misskilning um hverjir þvældust mest fyrir þessum slitastjórnum?

Mig langar þá að spyrja hæstv. forsætisráðherra, fyrst hann hefur séð þessar skýrslur og haft aðgengi að þeim, hvort það væri ekki bara langeinfaldast ef forsætisráðuneytið mundi koma þessum leyniskýrslum áleiðis til viðeigandi nefnda á þinginu eða til forsætisnefndar. Eða er eitthvað sem stendur í vegi fyrir því, hæstv. forsætisráðherra?