144. löggjafarþing — 90. fundur,  16. apr. 2015.

stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl.

691. mál
[12:02]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef af því áhyggjur ef yfirvofandi lögsókn útgerðarfyrirtækja hafi áhrif á það hvað við teljum okkur geta gert hér í þessum sal. Verður sú lögsókn þá ekki bara að koma fram?

Ráðherrar hafa tekið af kvóta útgerðarfyrirtækja, þeir hafa gert það, sett í byggðakvóta og ýmislegt annað. Ég er ekkert endilega að tala fyrir þannig vinnubrögðum en þetta hefur verið gert og enginn dómur hefur fallið ríkinu í óhag varðandi þau mál. Af hverju ber ráðherra fyrir sig þessa hræðslu núna? Eins og ráðherra segir eru þrjú atriði sem eru tiltekin sem ástæður þessarar lagasetningar og veigamesta atriðið þar er hræðsla við lögsókn.

Ef við trúum því (Forseti hringir.) statt og stöðugt að fiskurinn sé í eigu þjóðarinnar verðum við líka að meina það sem við segjum.