144. löggjafarþing — 90. fundur,  16. apr. 2015.

stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl.

691. mál
[12:16]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (andsvar):

Ég tek undir með hv. þingmanni að ef fólk gefur sér þær forsendur sem hann og hv. þm. Jón Gunnarsson gera sé það sjálfsögð niðurstaða, ef það á að fara eftir veiðireynslu og ef hlutfallið þar er hærra hjá smábátum þá eiga þeir auðvitað að fá hærra hlutfall.

Ég er bara að segja að ég tel þetta heila plagg ekki vera málið, (ÖS: Telur það vera drasl.) tel það vera drasl að ýmsu leyti. Tökum þessa 90% úthlutun. Til þess að finna rétt verð á því, verð til þjóðarinnar, er þá ekki langbest að láta stóru aðilana keppa á samkeppnismarkaði? Ég geri mér grein fyrir því að það er ekki besta leiðin ef maður er að vinna að byggðasjónarmiðum, að láta þá smábátana gera það líka, tökum þá algjörlega út fyrir sviga. En af hverju eru 90% aflaheimildanna ekki (Forseti hringir.) verðmetin á samkeppnismarkaði?