144. löggjafarþing — 90. fundur,  16. apr. 2015.

stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl.

691. mál
[15:39]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég mundi vilja að menn borguðu meira en venjulegt veiðigjald fyrir afnotin. (LRM: Ég sagði eðlilegt.) Eðlilegt? (LRM: Já.) Það er þá spurningin hvað er eðlilegt veiðigjald. Ég tel til dæmis að það veiðigjaldafrumvarp sem við erum að tala um hér á eftir sé ekki eðlilegt. Þar skýrðist misskilningur minn á spurningu þingmannsins.

Jú, ég er þeirrar skoðunar. Út af fyrir sig vil ég ekkert hafa neitt sérstakar áhyggjur af því að fyrirtækin geri einhverja vitleysu. Fyrirtækin eiga að bera ábyrgð á sér sjálf. Ég tel það ekki hlutverk okkar hér á Alþingi að hafa áhyggjur af því að fyrirtæki offjárfesti. Ef þau offjárfesta þá verða þau bara að bera ábyrgð á því sjálf. Það er nú mín skoðun á því.